Boðið var upp á Krakkahesta og kleinur á bæjarhátíð Mosfellsbæjar í túninu heima 2023 við gömlu útihúsin á Blikastöðum. Teymt var undir krökkunum og boðið upp á hressingu og kleinur í hlöðunni. Góð mæting var þrátt fyrir leiðinlegt veður og krakkarnir skemmtu sér konunglega.