Mosfellsbær kynnir deiliskipulag 1. áfanga Blikastaðalands á vinnslustigi. Um er að ræða nýtt íbúðarhverfi að Blikastöðum þar sem markmiðið er að skapa eftirsóknarvert, þétt, blandað og spennandi hverfi með áherslu á nærumhverfið, náttúru, samgöngur og þjónustu. Nýtt hverfi mun innihalda fjölbreytt húsnæði í blandaðri byggð sem mun rísa í kringum gamla Blikastaðabæinn sem verður gerður […]
Category Archives: Uncategorized
Nú er nógur snjór á Blikastöðum og því hefur Mosfellsbær í samstarfi við landeiganda og fyrirtækið Icebike Adventures staðið að lagningu skíðagönguspora undir heitinu Sporið á Blikastöðum og Hafravatni sjá nánar á heimasíðum Mosfellsbæjar https://mos.is/mannlif/um-mosfellsbae/frettir/samstarf-um-lagningu-skidagonguspora
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að kynna skipulagslýsingu fyrir nýja íbúðabyggð að Blikastöðum. Um er að ræða 1. áfanga svæðisins og var auglýsingin birt þann 13. desember 2023 og umsagnarfrestur gefinn til 15. janúar 2024. Sjá nánar á heimasíðu Mosfellsbæjar https://mos.is/mannlif/um-mosfellsbae/frettir/1-afangi-blikastadalands-skipulagslysing og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar https://skipulagsgatt.is/issues/1010
Þann 12. júní 2023 auglýsti Mosfellsbær frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags 2022-2040. Umsagnarfrestur var gefinn til 12. september 2023. Meðal breytinga er að finna rammahluta aðalskipulags fyrir Blikastaði. Sjá nánar á heimasíðu Mosfellsbæjar https://mos.is/mannlif/um-mosfellsbae/frettir/frumdrog-nys-adalskipulags-mosfellsbaejar-2022-2040 og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar https://skipulagsgatt.is/issues/214
Boðið var upp á Krakkahesta og kleinur á bæjarhátíð Mosfellsbæjar í túninu heima 2023 við gömlu útihúsin á Blikastöðum. Teymt var undir krökkunum og boðið upp á hressingu og kleinur í hlöðunni. Góð mæting var þrátt fyrir leiðinlegt veður og krakkarnir skemmtu sér konunglega.